2.5.2009 | 22:08
Draumalandið
Ég er svo þakklát fyrir þá vinnu sem Andri Snær leggur á sig til að bjarga landinu okkar.
Það er eins og hann hafi verið sendur úr framtíðinni til að sporna við skammsýni og barnalegri trú á stóriðju frá bandaríkjunum.
Ég sá myndina og ef ég væri Valgerður og Geir þá færi ég ekki út úr húsi það sem eftir er. Hagvöxturinn, þetta lausnarorð er bara plat. Ætlum við að halda áfram að láta plata okkur, fólk sem er að hugsa um skammtíma hagsmuni sína ekki um landið til framtíðar.
Við erum núna að fara í gegnum eina verstu kreppu í manna minnum, timburmenn í boði Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar.
Erum við svona hugmyndasnauð? Andri segir: Fólk hefur aðgang að öllum upplýsingum heimsins, getur haft samskipti við allan heiminn en horfir í tómið og spyr: Hvað á að gera í staðinn?
Af hverju erum við að flýta okkur svona að byggja öll þessi álver, er ekki komið nóg? Straumsvík, Grundartangi og á Reyðarfirði af hverju þarf að nýta Helguvík og Bakka? Þetta er hættuleg þróun og það sjá allir nema þeir sem eru að hugsa um eigin hag og skammtíma gróða á kostnað landsins og fólksins. Það mun ekki koma neitt gott úr þessu. Smá vinna fyrir fáa en álverin ná yfirburðastöðu, nota alla orkuna okkar svo ekki verður næg orka til annars reksturs og fá hana næstum gefins. Hví þurfum við að selja okkur svona ódýrt? Það eru aðrir möguleikar í stöðunni, ef við sjáum það ekki núna, leifum næstu kynslóð að finna út úr því.
Við munum skapa fleiri störf, en góðir hlutir gerast hægt, við getum verið staðsett hér og unnið út um allan heim.
Fredrik Hären kom hingað 2007 og hélt fyrirlestur á Hilton um hugmyndir og sköpun.Hann bað fólk um að koma með einhverja nýja hugmynd sem enginn hafið komið með áður. Hann skrifaði upp eftir fólki úr sal 10 atriði sem fólkið kom með. Allir voru mjög ánægðir með hugmyndaríkið hjá okkur. Þá sýndi hann okkur lista sem var tilbúinn og á honum stóð allt það sama nema eitt atriði. Við hugsum öll það sama - verðum samdauna umhverfinu og nýtum okkur ekki alla möguleikana. Þótt við sjáum þá ekki þá eru þeir til staðar. Enda gat hann komið með fullt af hugmyndum sem hvergi voru skráðar en sýndi okkur fram á okkar takmörkun.
Við ættum að fá hann hingað aftur til að losa um stöðnun í höfði álverssinna.
And
Um bloggið
Sif Jónsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvar var Andri Snær og grænir þegar Ingólfsfjall var mokað í burtu með jarðýtum?
LS.
LogicSociety (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 22:49
Já það var ljótt að moka í fjallið, og það beint í alfaraleið. Var ekki hægt að fá möl annarsstaðar?
En fjallið er ennþá og gaman að klífa það og ganga eftir því endilöngu á góðum degi.
Sif Jónsdóttir, 3.5.2009 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.