Við bíðum eftir leiðréttingu!

 

Þór var að tala um leiðréttingu til okkar, fjölskyldna sem lifum í landinu og 

höfum þurft að þola óheyrilega vexti til margra ára sem var handstýrt af Seðlabankanum til að vega á móti þenslu sem ríkisstjórn og bankar báru ábyrgð á.

 Nú viljum við fjölskyldur fá leiðréttingu, vegna mistaka í stjórnun peningamála landsins.

Bankarnir hafa afskrifað skuldir til fyrirtækja og með gjaldþroti gömlu bankanna minnkuðu skuldir bankanna til muna. Nú er komið að okkur.

 Við treystum á fólk í forystuhluverkum til að sinna sinni vinnu af heilindum fyrir okkur.

Í ljós kom að hylmt var yfir vandann og reynt að sópa undir teppið í lengstu lög.

Á meðan fáir sem höfðu aðgang að innherjaupplýsingum komu ár sinni fyrir borð með hinum ýmsu fjármálagerningum. Það má sjá í útlánum bankanna síðustu mánuðina. Fátt af þeim útlánum verður endurheimt.  En handhafar þess fjár hafa getað komið þeim fjármunum undan í sjóði erlendis  til að eiga örugga framtíð.

Við öll eigum rétt á öruggri framtíð, ekki bara fáir sem með skuldsettri eignaraðild fengu að taka fé að láni að vild.

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Vilja afnema verðtryggingu og leiðrétta lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sif Jónsdóttir

Höfundur

Sif Jónsdóttir
Sif Jónsdóttir
Mannlegt eðli, pólitík og aðrar pælingar

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...img_0599
  • IMG 0207

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 158

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband