19.4.2009 | 14:20
Míla og Síminn
Þetta eru afar verðmæt fyrirtæki, sem eru með öruggar tekjur frá almenningi og fyrirtækjum í framtíðinni og með sterkan rekstrargrundvöll.
Síminn hefur forskot á aðra samkeppnisaðila og með sterka markaðsstöðu. Sé Síminn vel rekið fyrirtæki þá er hægt að lækka símakostnað til almennings. Með því að nota það til að fjármagna aðrar óarðbærar fjárfestingar þá mun það leiða til hækkunar á símareikningum okkar.
Það eru ekki nema nokkur ár síðan að Kristján Ra og Vigfús Þór fóru í sjóði Símans og drógu þaðan um 300 milljónir. Til að fá þá peninga aftur hefur Síminn eflaust hækkað gjaldskrána og við síðan endurgreitt milljónirnar fyrir þá með hækkuninni.
Við erum svo fá að við verðum að vanda vinnubrögðin. Ég tel Bakkabræður það skuldsetta að þeir verði að fá þessi fyrirtæki sama hvað það kostar til að rétta við stöðuna hjá sér. Það mun þýða hækkanir á tryggingariðgjöldum, símareikningum og lántöku gengum Lýsingu og Vís.
Lýsing var til dæmis rekið með hagnaði frá stofnun þess 1986 í yfir 20 ár. Er ekki með síðustu ársreikninga.
Gleymum ekki ónafngreindum tekjustofni sem er í seðilgjöldum og vanskilagjöldum. Þetta eru litlar upphæðir sem skipta máli þegar tugir þúsunda greiða þær í hverjum mánuði - ég verð alltaf öskuvond inni í mér þegar ég fæ rukkun sem er dagsett 15 dögum eftir gjalddaga með rúmum 3000 króna vanskilakostnaði ofan á 30% dráttarvextina sem ég er að borga.
Ég vil kaupa bæði Lýsingu og Símann, ætla að fá lán hjá Kaupþingi fyrir kaupunum. Fyrirtækin fara létt með að greiða andvirði sitt á nokkrum árum.
Ég á ekki að þurfa að leggja út pening, ekki frekar en aðrir sem hafa staðið í fyrirtækjakaupum, enda er ég viðskiptavinur Kaupþings og væntanlega því í náðinni.
Ætlar að krefjast verðmats á Exista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sif Jónsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.